Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. ágúst 2018 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Gátum ekki sótt svona á síðasta tímabili
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var kampakátur eftir sigur á Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Etihad-vellinum voru 6-1 fyrir City-liðið.

„Ég er ánægður með stigin þrjú og hvernig við spiluðum. Við byrjuðum betur en á síðasta tímabili. Við skiluðum góðri frammistöðu á þessum 90 mínútum," sagði Guardiola.

Guardiola vakti athygli með liðsuppstillingu sinni. Hann byrjaði með þrjá miðverði, engan hægri bakvörð og tvo sóknarmenn.

„Á síðasta tímabili spilaði Huddersfield með fimm í vörn. Við ákváðum því í dag að spila með tvo sóknarmenn. Allir leikmennirnir mínir stóðu sig vel í leiknum."

Bakvörðurinn Benjamin Mendy átti fantagóðan leik og uppskar hann hrós frá Guardiola.

„Við gátum ekki sótt svona á síðasta tímabili vegna þess að þá vorum við ekki með Mendy, hann er svo gáfaður hvernig hann fer upp og niður vænginn."

Sergio Aguero gerði þrennu.

„Ég hef aldrei séð Aguero svona síðan ég kom hingað, hann er í frábæru standi með boltann og án hans. Ég hugsaði um að taka Sergio út af áður en hann skoraði þrennuna en á endanum var þetta fullkomið, hann skorað þriðja markið og fékk standandi lófatak þegar hann fór af velli."
Athugasemdir
banner
banner
banner