Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   sun 19. ágúst 2018 20:47
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Þeir sem flýja mótlæti geta ekki verið hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var ekki sáttur eftir jafntefli sinna manna í Árbænum í kvöld.

"1-1 og tveir ólíkir hálfleikar, í fyrri hálfleik náum við að teygja á þeim og komast undir þá.  Vorum mjög góðir að pressa og vinna hann aftur, í seinni hálfleik tölum við um að gera hlutina á svipaðan hátt en á meira tempói en komum svo út og vinnum bara í mínus.  Setjum enga pressu á boltann, við vissum að ein leiðin þeirra væri að setja hann hátt og fara í kapphlaup en það var eftir eina og hálfa mínútu sem það gerðist.  Eftir það og við fórum að elta leikinn má segja að þetta hafi getað farið allavega, hálfgerður sirkusfótbolti."

Ólafur var ekki sáttur við alla sína leikmenn í kvöld, er FH farið að missa traustið og komnir inn í skel hjá félaginu?

"Það kemur svolítið í ljós þegar á móti blæs hvort þú ert tilbúinn að standa upp og feisa erfiðleikana eða hefur löngun til þess að flýja þá og fara inn í skelina. Það er búið að ganga illa að vinna leiki og safna stigum og nú verða bæði þeir sem eru nýir eða hafa verið hér áður að stíga upp.  Við getum ekki haft í FH um borð sem feisa ekki vandamál á réttan hátt.  Þess háttar flóttamenn geta ekki verið um borð í félaginu!"

Þetta eru stór orð, eru menn farnir að hugsa lengra en sumarið í FH í ljósi aðstæðna?

"Við töku stöðuna mjög alvarlega og höfum horft til framtíðar allt frá því í vetur.  Þetta er eins í öllum afreksiþróttum, þetta er "survival of the fittest" og ég er að segja það við þurfum að skoða stöðuna að öllu leyti og nú kemur í ljós hvort menn eru tilbúnir að sýna þann karakter sem FH hefur verið þekkt fyrir."

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner