þri 21. ágúst 2018 07:00
Magnús Már Einarsson
Búið að setja leiktíma á leik Stjörnunnar og Vals
Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks færður
Stjarnan og Valur mætast í næstu viku.
Stjarnan og Valur mætast í næstu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan og Breiðablik mætast á laugardaginn.
Stjarnan og Breiðablik mætast á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að staðfesta að frestaður toppbaráttuslagur Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild karla fer fram á miðvikudaginn í næstu viku.

Leiknum var frestað fyrr í mánuðinum vegna leiks Vals og Sheriff í Evrópudeildinni.

Nú hefur verið staðfest að leikurinn fer fram miðvikudaginn 29. ágúst á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Af þeim sökum hefur einnig verið ákveðið að toppbaráttuslagur Stjörnunnar og Breiðabliks fer fram næstkomandi laugardag en ekki á mánudaginn eins og fyrirhugað var.

Næstu leikir í Pepsi-deildinni

laugardagur 25. ágúst

Pepsi-deild karla
17:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
17:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Origo völlurinn)

sunnudagur 26. ágúst

Pepsi-deild karla
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
18:00 Keflavík-FH (Nettóvöllurinn)

mánudagur 27. ágúst

Pepsi-deild karla
18:00 Fylkir-Grindavík (Floridana völlurinn)

miðvikudagur 29. ágúst

Pepsi-deild karla
19:15 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner