Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Henry hefur áhuga á að taka við Bordeaux
Henry og Arsene Wenger.
Henry og Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Við sögðum frá því um helgina að Thierry Henry væri inn í myndinni að gerast næsti stjóri Bordeaux í Frakklandi.

Gus Poyet var rekinn frá Bordeaux eftir að hann lét eigendur félagsins heyra það. Einn af leikmönnum Bordeaux var seldur án þess að Poyet hafði vitneskju um það.

Henry, sem gerði garðinn frægan með Arsenal og spilaði einnig með Mónakó, Juventus, Barcelona og New York Red Bulls, hefur starfað í þjálfaraliði belgíska landsliðsins frá 2016. Belgía endaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi í sumar.

Henry vill núna gerast aðalþjálfari/knattspyrnustjóri en Arsene Wenger, sem þjálfaði hann hjá Arsenal, hefur staðfest það að Henry vilji taka við Bordeaux.

„Já, hann vill fá starfið," sagði Wenger í samtali við Corse Martin.

„Hann er gáfaður og hefur alla réttu eiginleikana."
Athugasemdir
banner
banner
banner