mán 20. ágúst 2018 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Crystal Palace og LIverpool: Engar breytingar
Klopp heldur bara í sama lið.
Klopp heldur bara í sama lið.
Mynd: Getty Images
Það er mánudagsleikur í enska boltanum; Crystal Palace fær Liverpool í heimsókn á Selhurst Park.

Það er alltaf erfitt að heimsækja Selhurst Park og fróðlegt verður að sjá hvernig Liverpool gengur í kvöld. Liverpool vann fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið gegn West Ham, 4-0 en Crystal Palace vann Fulham 2-0.

Roy Hodgson gerir engar breytingar á sínu byrjunarliði og Jurgen Klopp gerir það ekki heldur. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er áfram á varamannabekknum.

Simon Mignolet er varamarkvörður Liverpool en Loris Karius er á leið til Besiktas.

Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Van Aanholt, Tomkins, Sakho, Schlupp, McArthur, Milivojevic, Townsend, Zaha, Benteke.

(Varamenn: Guaita, Ward, Meyer, Kouyate, Sorloth, Ayew, Kelly)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Wijnaldum, Milner, Keita, Salah, Mane, Firmino.

(Varamenn: Mignolet, Henderson, Sturridge, Moreno, Lallana, Shaqiri, Matip)

Sjá einnig:
Svona var síðasta byrjunarlið Liverpool undir stjórn Hodgson
Athugasemdir
banner