Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. ágúst 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric pirraður: Mesta kjaftæði allra tíma
Modric hefur verið sterklega orðaður við Inter Milan.
Modric hefur verið sterklega orðaður við Inter Milan.
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric var sterklega orðaður við Inter Milan í sumar. Hinn 32 ára gamli Modric hefur verið hjá Real Madrid í sex ár, en hann kom frá Tottenham árið 2012.

Hann hefur unnið allt sem í boði er með Real Madrid og á hann tvö ár eftir af samningi sínum.

Áður en félagskiptaglugginn lokaði á Ítalíu þá kvartaði Real Madrid til FIFA vegn Inter. Sagði Real Madrid að Inter hefði haft samband við Modric á ólögmætan hátt.

Í gær greindi ítalska dagblaðið La Gazzetta Dello Sport frá því að Modric hefði haft samband við Inter og reynt að koma sér þangað, ekki að Inter hefði haft samband við hann.

Modric ákvað að svara Instagram-færslu þar sem þetta var sagt. Modric átti að hafa haft samband við FIFA og sagt þar að hann hefði rætt við Inter að fyrra bragði.

„Þetta er mesta kjaftæði allra tíma," sagði Modric í svari sínu og er greinilega ekki sáttur með þessar sögusagnir.

Modric fer allavega ekki neitt í sumar þar sem félagaskiptaglugginn á Ítalíu er lokaður. Modric kom inn á sem varamaður í sigri Real Madrid á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í gær.



Athugasemdir
banner
banner