þri 21. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingarnir í Excelsior urðu vitni að tuskudýraregni
Elías Már í baráttu í leiknum.
Elías Már í baráttu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Excelsior í Hollandi glöddu veik börn á leik liðsins gegn Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Feyenoord hafði boðið sjúklingum af barnaspítala í Rotterdam og fjölskyldum þeirra á leikinn en stuðningsmenn Excelsior komust að þessu og ákváðu að gefa börnunum minjagrip til að taka heim.

Stuðningsmenn mættu með gríðarlegan fjölda af tuskudýrum á leikinn og létu þeim rigna yfir börnin sem tóku vel í þetta.

Virkilega fallegt hjá stuðningsmönnum hjá Excelsior.

Fayenoord vann leikinn 3-0, en með Excelsior í leiknum spiluðu tveir Íslendingar, Mikael Anderson og Elías Már Ómarsson. Sá síðarnefndi var að spila sinn fyrsta leik eftir félagskipti frá IFK Göteborg í Svíþjóð.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner