Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola svarar Mourinho varðandi heimildaþættina
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur svarað kollega sínum Jose Mourinho eftir ummæli sem sá portúgalski lét falla um helgina.

Mourinho er á því að Manchester City hafi sýnt United vanvirðingu í nýjum heimildaþáttum um Man City.

„Þú getur verið ríkt félag og keypt alla bestu leikmenn í heimi, en þú getur ekki keypt þér fagmennsku og þeir sýndu það þarna augljóslega," sagði Mourinho.

Guardiola tekur undir með Mourinho og segir:

„Það er rétt þú getur ekki keypt þér fagmennsku. Ég er sammála Jose að því leyit."

Guardiola vill þó meina að City hafi ekki ætlað að sýna vanvirðingu með þáttunum.

„Við áttum stórkostlegt tímabil á síðasta tímabili, það voru myndavélar. Það var það sem við vildum. Ég er ekki sammála Jose að við höfum sýnt þeim vanvirðingu. Það var ekki ætlun okkur, ætlun okkar var að mynda það sem gerðist á tímabilinu."

„Við erum félag sem er að reyna að vaxa, reyna að vinna titla, eins og öll stór félög í heiminum. Við gerðum þetta fyrir okkur sjálfa, fyrir stuðningsmennina, til þess að þeir gætu séð hvað gerist í búningsklefanum hjá okkur."

„Þetta er álit Jose. Sumir eru ánægðir með þættina, sumir ekki."
Athugasemdir
banner
banner