Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 21. ágúst 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu
Arnar Bragi tekur flikk-flakk innkast í leik með Fylki árið 2016.
Arnar Bragi tekur flikk-flakk innkast í leik með Fylki árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Arnar Bragi Bergsson, fyrrum leikmaður ÍBV og Fylkis, hefur vakið athygli í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð.

Idol keppnin var að fara af stað í Svíþjóð og Arnar Bragi flaug áfram úr fyrstu umferðinni.

Arnar Bragi er íslenskur en hefur lengst af búið í Svíþjóð. Í dag spilar hann með Utsiktens BK í sænsku C-deildinni.

Hann spilaði með ÍBV í Pepsi-deildinni 2013 og 2014 sem og Fylki síðari hluta sumars 2016.

Hér að neðan má sjá klippu úr síðasta Idol þætti þar sem Arnar Bragi heillaði dómarana upp úr skónum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner