Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 13:30
Elvar Geir Magnússon
VIlja nýta Anfield fyrir amerískan fótbolta og fleiri tónleika
Frá Anfield.
Frá Anfield.
Mynd: Getty Images
Fótboltafélagið Liverpool fær svör í næstu viku frá borgaryfirvöldum vegna nýrra áætlana um nýtingu á heimavelli félagsins, Anfield.

Liverpool skilaði inn tillögum í júní en félagið vill að leikvangurinn verði notaður fyrir aðra íþróttaviðburði eins og stóra hnefaleikabardaga og leiki í amerískum fótbolta.

Þá vill félagið að allt að tíu tónleikaviðburðir verði á vellinum á hverju ári.

Ef þetta gengur í gegn munu tekjumöguleikar fótboltafélagsins verða enn meiri. Félagið segir að þetta muni fjölga ferðamönnum til borgarinnar.

Það eru ekki allir hlynntir þessum áætlunum en íbúar sem búa við leikvanginn hafa áhyggjur af því hvaða áhrif allir þessir viðburðir muni hafa á þeirra daglega líf.

Fólk hefur lýst yfir áhyggjum af hávaða og umferðarvandræðum. Það segist njóta þess tíma þegar tímabilinu lýkur en sá tími hverfur ef viðburðum verður fjölgað.

Sumir íbúar segjast finnast þeir vera „læstir inni á heimilum sínum" á leikdögum og aðrir talað um að göturnar kringum völlinn séu „notaðar sem salerni".
Athugasemdir
banner
banner
banner