Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. ágúst 2018 12:36
Magnús Már Einarsson
Miðasala hafin á leikina við Þýskaland og Tékkland - 1000 miðar farnir
Ísland mætir Þýskalandi og Tékklandi á Laugardalsvelli.
Ísland mætir Þýskalandi og Tékklandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðasala á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM kvenna er hafin. Liðin eigast við á Laugardalsvelli laugardaginn 1. september. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur landsliðinu, en þegar tveir leikir eru eftir situr liðið á toppi riðilsins. 1000 miðar seldust á fyrstu tíu mínútum miðasölunnar.

Smelltu hér til að kaupa miða

Í fyrsta sinn verður nú selt í númeruð sæti á leik kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli, en töluverð eftirspurn er eftir miðum á leikinn og er búist við mikilli aðsókn.

Miðaverð fyrir fullorðna verður 2.000 krónur og 500 krónur fyrir 16 ára og yngri, en börn þurfa númeruð sæti eins og aðrir.

Þeir sem kaupa miða á leikinn fá einnig afsláttarkóða fyrir jafnmarga miða á 50% afslætti á leik Íslands og Tékklands sem fer fram þremur dögum síðar.

Fólk er hvatt til að tryggja sér miða á leikinn í tíma til að forðast biðraðir í miðasölu á leikdegi.

Smelltu hér til að kaupa miða

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner