Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. ágúst 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pjanic framlengir við Juve (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn gífurlega eftirsótti Miralem Pjanic er búinn að framlengja samning sinn við Juventus og er nú bundinn félaginu þar til í júní 2023.

Pjanic er 28 ára gamall miðjumaður og var sterklega orðaður við stórlið á borð við Real Madrid, Barcelona og PSG í sumarglugganum.

Pjanic kom til Juve fyrir tveimur árum þegar Ítalíumeistararnir virkjuðu 32 milljón evra kaupákvæði í samning hans hjá Roma.

Pjanic, sem á 79 landsleiki að baki fyrir Bosníu og Hersegóvínu, mun fá 6.5 milljónir evra á ári auk bónusa.

Þetta er talsverð bæting á samningi. Áður var Pjanic samningsbundinn til 2021 og fékk 4.5 milljónir í árslaun.




Athugasemdir
banner
banner