Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. ágúst 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendur Al-Ittihad vilja kaupa Sampdoria
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að eigendur Sádí-arabíska liðsins Al-Ittihad hafi áhuga á að kaupa Sampdoria.

Núverandi eigandi Sampdoria er Massimo Ferrero sem fékk félagið nánast frítt í hendurnar sumarið 2014.

Ferrero borgaði ekkert fyrir félagið en tók í staðinn á sig 15 milljón evra skuld félagsins.

Síðan þá hefur félagið vaxið og dafnað og þurfa Arabarnir að punga út 180 til 200 milljónum evra til að kaupa Sampdoria.

Mögulegt er að Ferrero vilji selja félagið þar sem hann á sjálfur í fjárhagsvandræðum á öðrum vígstöðvum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner