Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Harpa frá út tímabilið með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir verður frá út árið eftir að hún sleit krossband gegn Blikum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudaginn.

Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Stjörnuna og íslenska landsliðið þar sem ólíklegt er að Harpa verði leikfær fyrr en næsta vor.

Harpa steig illa niður í úrslitaleiknum og þurfti að bera hana af velli. Stjarnan tapaði leiknum 2-1.

Harpa staðfesti í samtali við RÚV í dag að hún væri með slitið krossband og rifinn liðþófa í hné.

Hún missir því af gífurlega mikilvægum landsleikjum Íslands gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Þá verður hennar sárt saknað í Garðabænum þar sem Stjarnan á ennþá eftir að spila fimm leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner