Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. ágúst 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Beckham fær forsetaverðlaun UEFA
Mynd: Getty Images
David Beckham fær forsetaverðlaun UEFA í ár. Þau hafa verið veitt síðan 1998.

Beckham hlýtur verðlaunin meðal annars fyrir að vera fánaberi knattspyrnunnar í öllum heimshornum.

Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins. Hann átti magnaðan feril og kom við hjá Real Madrid, Paris Saint-Germain og AC Milan áður en hann fór yfir til L.A. Galaxy í bandarísku MLS deildinni.

Beckham hefur gert ótrúlega mikið í þágu knattspyrnu, sérstaklega eftir að hann lagði skóna á hilluna. Hann hefur tekið þátt í og komið af stað ótal fótboltatengdum góðgerðarstarfsemum og starfar meðal annars fyrir hjálparsamtökin UNICEF í dag.

Francesco Totti hlaut verðlaunin í fyrra en það var enginn sem fékk þau 2016 eða 2015.

Menn á borð við Johan Cruyff, Eusebio, Sir Bobby Charlton, Alfredo Di Stefano og Sir Bobby Robson hafa áður hlotið verðlaunin.
Athugasemdir
banner
banner