Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2018 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Afturelding á toppinn - Lenti tveimur mörkum undir
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Afturelding er komið á topp 2. deildar karla eftir magnaða endurkomu í toppslagnum gegn Kára.

Alexander Már Þorláksson og Ragnar Már Lárusson komu heimamönnum í Kára í tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins en Elvar Ingi Vignisson náði að minnka muninn fyrir Mosfellinga úr vítaspyrnu. Staðan var því 2-1 í hálfleik.

Alexander Aron Davorsson jafnaði fyrir Aftureldingu og fullkomnaði Jose Gonzalez endurkomuna með sigurmarki undir lokin.

Afturelding er ásamt Gróttu á toppi deildarinnar en Völsungur fylgir fast á eftir. Húsvíkingar skoruðu fjögur gegn Leikni F. í kvöld og eru jafnir Vestra og Kára, tveimur stigum frá toppliðunum.

Fjarðabyggð lagði botnlið Hugins að velli og er í sjötta sæti, fimm stigum frá toppliðunum.

Þróttur Vogum gerði jafntefli við Víði og Tindastóll hafði betur gegn Hetti í fallbaráttunni. Stefan Antonio Lamanna gerði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Það eru fimm umferðir eftir af tímabilinu og er ótrúlega mikil spenna bæði í topp- og fallbaráttunni. Aðeins tvö stig skilja fimm efstu liðin að.

Kári 2 - 3 Afturelding
1-0 Alexander Már Þorláksson ('14)
2-0 Ragnar Már Lárusson ('20)
2-1 Elvar Ingi Vignisson ('32, víti)
2-2 Alexander Aron Davorsson ('66)
2-3 Jose Miguel Gonzalez Barranco ('88)

Huginn 0 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Javier Angel Del Cueto Chocano ('2)

Tindastóll 1 - 0 Höttur
1-0 Stefan Antonio Lamanna ('93)

Völsungur 4 - 1 Leiknir F.
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson ('9, víti)
2-0 Sæþór Olgeirsson ('37)
2-1 Povilas Krasnovskis ('60)
3-1 Guðmundur Óli Steingrímsson ('75, víti)
4-1 Ásgeir Kristjánsson ('94)

Þróttur V. 1 - 1 Víðir
0-1 Markaskorara vantar ('47)
1-1 Markaskorara vantar ('77)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner