þri 21. ágúst 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nainggolan mætti á æfingu í djammfötunum
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var keyptur til Inter í sumar fyrir rétt tæplega 40 milljónir evra.

Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og missti af fyrsta deildarleik Inter sem var óvænt 1-0 tap gegn Sassuolo á sunnudaginn.

Nainggolan er þekktur fyrir að vera svolítið villtur og var til að mynda ekki í belgíska landsliðshópnum á heimsmeistaramótinu í sumar vegna slæmra áhrifa sem hann hefur á ákveðna liðsfélaga.

Stuðningsmaður Inter var úti að skemmta sér á föstudagskvöldið og sá Nainggolan á næturklúbbi.

Hann tók myndband af sér þar sem hann spurði miðjumanninn hvort hann ætti ekki frekar að vera heima að hvíla sig. Belginn svaraði með því að lyfta upp löngutöng og mætti svo á æfingu daginn eftir í sömu fötum.

Nainggolan er þrítugur og hefur spilað yfir 300 leiki í Serie A og B.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner