Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. ágúst 2018 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ýmir og Berserkir upp úr A-riðli
Atli Valsson gerði síðasta markið í sigri Ýmis. Hörður Magnússon, liðsfélagi hans til margra ára hjá HK, skoraði einnig í leiknum.
Atli Valsson gerði síðasta markið í sigri Ýmis. Hörður Magnússon, liðsfélagi hans til margra ára hjá HK, skoraði einnig í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ýmir er búið að vinna A-riðil 4. deildarinnar eftir sigur gegn Snæfell/UDN í toppslagnum.

Snæfellingar voru yfir í hálfleik en Davíð Örn Jensson, Sölvi Víðisson og Atli Valsson skoruðu allir á tólf mínútna kafla og gerðu út um leikinn í síðari hálfleik.

Snæfellingar missa af öðru sætinu því Berserkir völtuðu yfir botnlið KB og fara ásamt Ými í umspilið.

Hamar endaði í fjórða sæti eftir 4-1 sigur á Birninum.

Ýmir mætir annað hvort Skallagrím eða Elliða í umspilinu á meðan Berserkir eiga leik við Kórdrengi.

Ýmir 4 - 2 Snæfell/UDN
0-1 Almantas Vansevicius ('3)
1-1 Hörður Magnússon ('12)
1-2 Julio C. Fernandez De La Rosa ('34)
2-2 Davíð Örn Jensson ('70)
3-2 Sölvi Víðisson ('75)
4-2 Atli Valsson ('82)

Berserkir 6 - 0 KB
Markaskorara vantar

Björninn 1 - 4 Hamar
0-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('7)
0-2 Samuel Andrew Malson ('18)
0-3 Samuel Andrew Malson ('63)
0-4 Jón Bjarni Sigurðsson ('82)
1-4 Sólon Kolbeinn Ingason ('85)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner