Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. ágúst 2018 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Jóns spáir í 18. umferð 2. deildar karla
Viktor hefur verið að raða inn mörkum í Inkasso-deildinni.
Viktor hefur verið að raða inn mörkum í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor spáir Gróttu stórsigri gegn Völsungi.
Viktor spáir Gróttu stórsigri gegn Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þar sem spennan er svo ótrúleg í 2. deild karla ætlar Fótbolti.net að vera með spámenn fyrir síðustu umferðir deildarinnar.

Viktor Jónsson, leikmaður Þróttar R. og markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar, tók það á sig að spá í 18. umferðina.

Allir leikir 18. umferðirnar eru á dagskrá í dag klukkan 14:00.

Leiknir F. 1 - 3 Kári
Sindri Snæfells, Ragnar Már og Alexander Már skipta þessu bróðurlega á milli sín. Ég hef tilfinningu fyrir því að eitt af þessum mörkum verði eftir mikinn darraðadans.

Völsungur 0 - 4 Grótta
Toppbaráttuslagur en ég held að Gróttumenn mæti vel gíraðir til Húsavíkur og skori tvö mörk snemma í leiknum. Seinni tvö koma síðan undir lokin og hinn ungi Orri Steinn verður allavega með annað markið.

Afturelding 5 - 0 Huginn
Ég hef mikla trú á Arnari Halls, vini mínum, og er sannfærður um að hann sigli eldingunni örugglega upp í Inkasso. Arnar er ekkert að grínast og undirbýr sína menn mjög vel fyrir lokasprettinn. Það byrjar á 5-0 sigri gegn Huginn. Ekkert vanmat.

Víðir 1 - 0 Fjarðabyggð
Adam Páls setur winner á 87. mínútu.

Höttur 0 - 2 Þróttur V.
Ef Tom, vinur minn, verður í markinu eru Hattarmenn því miður ekki að fara skora í þessum leik. Enok Eiðsson þrýstir inn tveimur mörkum fyrir Þrótt.

Vestri 3 - 1 Tindastóll
Ljúfmennið Matti Krók skorar tvö og vinur vinar míns, hann Fall skorar eitt mark.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner