Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. ágúst 2018 17:00
Fótbolti.net
Lið 15. umferðar í Pepsi-kvenna - Blikar áfram á siglingu
Hildur Antonsdóttir er í liðinu.  Hér er hún í leiknum gegn FH.
Hildur Antonsdóttir er í liðinu. Hér er hún í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Clara Sigurðardóttir leikmaður ÍBV.
Clara Sigurðardóttir leikmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er áfram á toppnum í Pepsi-deild kvenna eftir 14. umferðina. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk í sigri á FH og Hildur Antonsdóttir átti góðan dag á miðjunni. Guðrún Arnarsdóttir var síðan öflug í vörninni.

Þór/KA eltir Blika eins og skugginn og Norðanstúlkur lögðu Selfoss 2-0. Arina Calderon átti góðan dag á miðjunni hjá Þór/KA en Allyson Paige Haran var öflug í vörn Selfyssinga.

Karolína Jack fór á kostum á hægri kantinum hjá HK/Víkingi í 4-0 sigri á Grindavík. Fatma Kara og Laufey Björnsdóttir áttu einnig góðan dag auk þess sem Þórhallur Víkingsson er þjálfari umferðarinnar.

Ingibjörg Valgeirsdóttir markvörður KR er leikmaður umferðarinnar en hún fór á kostum í markalausu jafntefli gegn Val. Katrín Ómarsdóttir átti einnig góðan dag á miðjunni hjá KR.

Clara Sigurðardóttir var síðan maður leiksins þegar ÍBV gerði jafntefli við Stjörnuna á heimavelli.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 15. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner