Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 03. september 2018 13:55
Magnús Már Einarsson
Bestur í 19. umferð: Ég vil vera hér annað tímabil
Jakup Thomsen (FH)
Jakup fagnar marki sínu í gær.
Jakup fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakup á sprettinum í leiknum í gær.
Jakup á sprettinum í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur og það var mikill léttir að vinna hann og eiga ennþá möguleika á Evrópusæti," sagði Jakup Thomsen, framherji FH, við Fótbolta.net í dag.

Jakup er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deildinni en hann skoraði og var mjög líflegur í framlínu FH í öflugum 4-0 sigri á KR í gær. FH jafnaði KR að stigum og hörð barátta er framundan um síðasta Evrópusætið.

„Ég er mjög bjartsýnn á að við náum því. Við höfum unnið tvo leiki í röð og liðsandinn er frábær. Ég tel að við getum klárlega náð þessu."

Hinn tvítugi Jakup kom til FH á láni frá Midtjylland í gær og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gær.

„Þetta var svo góð tilfinning. Ég hef beðið aðeins of lengi eftir þessu en vonandi þarf ég ekki að bíða of lengi eftir næsta marki," sagði Jakup sem hefur líkað vel á Íslandi.

„Ég kann mjög vel við Ísland og deildina hér. Þetta minnir mig svolítið á allt heima og ég er mjög ánægður með að vera hér," sagði Jakup en hann hefur áhuga á að spila áfram á Íslandi næsta sumar. „Ég hef ekki rætt við FH og FCM en ég myndi gjarnan vilja vera hér í annað tímabil."

Færeysku landsliðsmennirnir Brandur Olsen og Gunnar Nielsen eru báðir á mála hjá FH. „Það gerði auðveldara fyrir mig að koma og bæði Brandur og Gunnar hafa hjálpað mér mikið."

Sjálfur er Jakup með drauma um að komast í færeyska landsliðið en hann er núna á leið í verkefni með U21 árs landsliði Færeyja gegn Póllandi á næstu dögum.

„Ég vonast til að verða valinn en ég einbeiti mér bara að félagsliði mínu og U21 árs landsliðinu. Ef það á að gerast þá gerist það," sagði Jakup að lokum um landsliðsdrauma sína.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 17. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 17. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 16. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 14. umferðar - Ari Leifsson (Fylkir)
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner