Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 05. september 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Ragnar Bragi spáir í 20. umferð í Inkasso-deildinni
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jökull Steinn Ólafsson skorar þrennu samkvæmt spá Ragnars.
Jökull Steinn Ólafsson skorar þrennu samkvæmt spá Ragnars.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það fer að draga til tíðinda í Inkasso-deildinni en 20. umferðin hefst í dag. Einnig verður leikið í umferðinni á föstudag og laugardag.

Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.



Leiknir R. 0 - 2 Þróttur R. (17:30 í dag)
Viktor Jónsson með tvö mörk það segir sig sjálft. Giska á að hinn bráðefnilegi Logi Tómasson muni leggja upp annað markið fyrir slysni en er svo tekinn útaf á 53. mínútút fyrir slaka frammistöðu en segir við vini sína að hann hafi verið aðeins tæpur.

Þór 1 - 2 Selfoss (17:30 á föstudag)
Alvaro með mark Þórsara og mörk Selfoss setur pizza maðurinn Hrovje Tokic.

Haukar 2 - 2 ÍR (18:30 á föstudag)
Alltaf markaleikir á milli þessara liða. Þórður Jón Jóhannesson setur eitt og Arnar Aðalgeirs með hitt. Mörk ÍR koma bæði frá Styrmi Erlendssyni sem vekur upp mikla kátínu hjá stuðningsmönnum ÍR enda er það gott fólk upp til hópa og styður offitusjúklinga sem eru að reyna taka sig á.

Fram 3 - 2 HK (19:15 á föstudag)
Hinn íslenski Shaqiri, Jökull Steinn, hefur verið að blómstra með Fram uppá síðkastið og mun setja þrennu fyrir safamýrapiltana og setja smá spennu í deildina, þess má til gamans geta að ég og Jökull erum eitt hættulegasta DUO landsins í fortnite. Mörk HK koma úr óvæntri átt en Viktor Bjarki sýnir gamla takta og setur bæði.

ÍA 0 - 0 Víkingur Ó. (14:00 á laugardag)
Jói Kalli tekur punktinn þarna, hann er eldri en tvævetur í þessum bransa og sýnir það enn og aftur að hann er einn allra efnilegasti þjálfari landsins.

Njarðvík 0 - 1 Magni (16:00 á sunnudag)
Magnaðir Magnamenn með sigur. Gunnar Örvar stangar hann í netið snemma leiks.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (3 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner