mið 05. september 2018 16:08
Magnús Már Einarsson
Forseti Nantes ósattur með Kolbein - Vildi ekki fara til Grikklands
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Waldemar Kita, forseti Nantes, segir að Kolbeinn Sigþórsson hafi hafnað því að ganga í raðir Panathinaikos áður en félagaskipaglugginn í Grikklandi lokaði fyrir helgi.

Kolbeinn er úti í kuldanum hjá Nantes en Panathinaikos vildi fá hann í sínar raðir rétt fyrir lok gluggans. Ekkert varð þó af samningum á endanum.

„Hann var með tilboð frá Grikklandi en hann neitaði þeim vegna þess að hann vildi fá meiri peninga," sagði Kita í viðtali við Ouest France í dag.

„Hann kom með miklar væntingar hingað en hefur ekkert sannað. Þetta er mér að kenna, það var mín ábyrgð að fá hann hingað."

„Ég tel að hann hafi hæfileika en hugarfarið...segjum að hann sé ekki endilega góður fyrir liðsfélaga sína í búningsklefanum."


Tvö ár eru síðan Kolbeinn spilaði síðasta mótsleik en hann hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli. Hann er hins vegar heill heilsu núna og í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner