fös 07. september 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sólon Breki spáir í leiki helgarinnar í 2. deild
20. umferðin fer fram á morgun og á sunnudag
Sólon Breki er búinn að eiga mjög flott sumar með Leikni.
Sólon Breki er búinn að eiga mjög flott sumar með Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mun Afturelding styrkja stöðu sína á toppnum?
Mun Afturelding styrkja stöðu sína á toppnum?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Snær Friðriksson, markvörður U21 landsliðsins og Fylkis í Pepsi-deildinni, var með tvo rétta þegar hann spáði í 19. umferðina í 2. deild karla.

Sólon Breki Leifsson, sem hefur átt mjög gott sumar með Leikni í Inkasso-deildinni tók það sér fyrir hendur að spá í 20. umferðina, en spennan er að verða óbærileg.

Sólon Breki er kominn með níu mörk í 13 leikjum í Inkasso-deildinni og er stór ástæða þess að Leiknir er að halda sér uppi.

Tindastóll 1 - 1 Fjarðabyggð (14 á morgun)
Tindastóll nær í sterkt stig á heimavelli og kemur sér þar af leiðandi upp úr fallsæti.

Víðir 1 - 3 Grótta (14 á morgun)
Grótta er á góðu róli og Óskar að gera geggjaða hluti með liðið. Þetta verður þægilegur sigur á útivelli þar sem kóngurinn Adam "Messi" Páls skorar eina mark heimamanna.

Höttur 0 - 2 Leiknir F. (14 á morgun)
Sterk þrjú stig hjá Fáskrúðsfirðingum, mikilæg í fallbaráttunni.

Afturelding 3 - 1 Þróttur V. (14 á morgun)
Afturelding hefur verið að ná í sterk úrslit að undanförnu, Jölli hendir í tvö mörk í öruggum sigri.

Vestri 2 - 0 Huginn (14 á morgun)
Erfiður útivöllur fyrir Huginn. Mínir menn þurfa að vinna leikinn til að halda sér í baráttunni, sterkur sigur hjá Vestra.

Völsungur 3 - 2 Kári (16 á sunnudag)
Opinn leikur þar sem Völsungar enda með sigurinn, á heimavelli. Þeir skjóta sér í fjórða sætið.

Fyrri spámenn:
Viktor Jónsson - 5 réttir
Aron Snær Friðriksson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner