Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 10. september 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Shearer: Rashford þarf að skoða sín mál
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, sparkspekingur á BBC, telur að Marcus Rashford þurfi að hugsa framtíð sina hjá Manchester United ef hann ætlar sér að spila fremst á vellinum.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, spilar öllu jafnan með einn framherja en Romelu Lukaku er með fast sæti þar.

Rashford hefur spilað í mismunandi stöðum hjá United, en þó yfirleitt á vængnum. Hann hins vegar spilar stöðu framherja hjá enska landsliðinu.

Hann telur þó að hann þurfi að spila meira í þeirri stöðu til þess að enska landsliðið njóti góðs af því.

„Ég er mikill aðdáandi. Hann kemur sér í góðar stöðu, kemur sér fram fyrir varnarmennina og er alltaf að ógna og markið sem hann skoraði sýnir hvers hann er megnugur," sagði Shearer.

„Hann klúðraði hins vegar dauðafærum og enska landsliðið missti af góðu stigi og það sýnir líka hvar hann er staddur í ferlinu, Sá sem hefur spilað reglulega í þessari stöðu hefði líklega ekki klúðrað þeim."

„Svo lengi sem Romelu Lukaku er heill þá fær hann ekki tækifærin í framherjastöðunni og á meðan Mourinho er þarna þá verða ekki tveir upp á topp. Þó að Lukaku myndi meiðast þá giska ég samt á að hann myndi spila Alexis Sanchez upp á topp."

„Myndi Mourinho horfa til Rashford ef hann þyrfti annan framherja? Eða myndi hann fara á markaðinn og finna framherja með reynslu?"
sagði hann ennfremur.

Shearer telur að Rashford þurfi að hugsa framtíð sína ef hann vill spila sem framherji.

„Ég er ekki beint að ráðleggja Rashford að yfirgefa Manchester United. Það er frábær klúbbur en ef hann er með metnað til þess að breytast í markavél þá er það ekki að fara að gerast þar."

„Hann þyrfti að fara fram á það við næsta félag sem hann spilar fyrir að hann myndi spila sem fremsti maður. Þá held ég að hann yrði að alvöru markaskorara,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner