Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. september 2018 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Dalic: Þýðir ekkert að setjast niður og grenja
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króata, segir að sýnir menn hafi gefist upp þegar þeir töpuðu 6-0 gegn Spánverjum í Þjóðadeildinni.

Búist var við jöfnum leik þar sem Króatir gerðu frábært mót á HM í Rússlandi og töpuðu aðeins einum leik, úrslitaleiknum gegn Frakklandi.

„Þetta var óásættanleg frammistaða hjá okkur en það þýðir ekkert að setjast niður og fara að grenja. Ég held það sé best að óska Spánverjum til hamingju, þeir gjörsamlega rúlluðu okkur upp," sagði Dalic eftir tapið.

„Við spiluðum þokkalegan leik þar til við vorum komnir tveimur mörkum undir, þá byrjuðu strákarnir að gefast upp og við hættum að spila sem lið. Þegar það gerist gegn liði eins og Spáni þá er manni refsað.

„Leikmenn voru niðurdregnir í hálfleik og mér tókst ekki að kveikja í þeim. Við reyndum að breyta um leikstíl í síðari hálfleik en duttum aftur í skotgrafirnar og þeir kláruðu okkur."


Dalic sér björtu hliðarnar á tapinu og vonast til að þessi rassskelling virki sem kennslustund fyrir sína menn. Þá segist hann sjá mikla breytingu á leikstíl Spánverja eftir ráðninguna á Luis Enrique.

„Þarna sáum við muninn á því þegar við spilum sem lið og þegar við spilum ekki sem lið. Við lærum af þessu.

„Við tókum eftir því að Spánn spilaði öðruvísi leik en vanalega. Liðið er mikið beinskeyttara og hættulegra en áður."

Athugasemdir
banner
banner