Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 12:01
Magnús Már Einarsson
Aron klár en óvíst hvort hann fái að spila gegn Chelsea
Klár í slaginn.
Klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, miðijumaður Cardiff, er klár í að spila á nýjan leik eftir meiðsli en þó er óvíst hvort hann verði með í leik liðsins gegn Chelsea um helgina.

Aron hefur verið að stíga upp úr hnémeiðslum og hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili enn sem komið er. Þá var hann fjarri góðu gamni þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

„Hann gæti komið við sögu um helgina ef við viljum en ég er ekki viss um að við viljum það," sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff, á fréttamannafundi í dag.

„Við þurfum að byggja upp hnéð og hann er að fá spiltíma. Í gær æfði hann á fullu með okkur og tók þátt í spili."

„Við þurfum að koma honum inn á einhverjum tímapunkti, við vitum það."

Athugasemdir
banner
banner