Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. september 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Deeney: Ég er með stórt höfuð og hákarlatennur
Mynd: Getty Images
Troy Deeney hefur verið lykilmaður hjá Watford undanfarin átta ár og er búinn að skora tvö mörk í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins.

Hann var tekinn í viðtal af The Times og opnaði sig þar um ýmsa hluti, meðal annars tíma sinn hjá Watford undir stjórn Walter Mazzarri.

„Ég hataði fótbolta í 18 mánuði. Ég var aldrei sammála Mazzarri, hann reyndi að selja mig í janúarglugganum og það fór illa í mig. Að lokum fékk ég nóg af þessum aumingjahætti hans," sagði Deeney, sem jók drykkjuna og þyngdist meðan Mazzarri var við stjórn.

„Ég fékk mér stundum að drekka, en þá voru það ekki einn eða tveir drykkir heldur fimmtán. Á þeim tímapunkti er maður blindfullur og þá fær maður sér kebab frekar en vegan borgara."

Deeney er ekki mikið fyrir að tala undir rós eða liggja á skoðunum sínum og var gagnrýndur þegar hann sagði vanta hreðjar í varnarmenn Arsenal eftir 2-1 sigur gegn þeim í fyrra.

„Ég sé ekki eftir ummælunum því þetta var mín skoðun. Fólk brást illa við þessu því þetta var ekki klassíska pólítíska svarið.

„Ég er af gamla skólanum, sá síðasti þeirrar kynslóðar. Sem manneskjur ættum við að geta sagt það sem við hugsum, hvort sem það er gott eða slæmt. Alltof margir vilja alltaf bara heyra hversu frábærir þeir eru.

„Vertu bara ánægður með sjálfan þig hvernig sem þú ert.

„Það eru allir gallaðir. Ég er með stórt höfuð og hákarlatennur. Hvað með það? Þannig er það bara."

Athugasemdir
banner
banner
banner