fös 14.sep 2018 23:00
Ívan Guđjón Baldursson
Alves viđ Neymar: Ţú ert ađ gera eitthvađ rangt
Alves og Neymar eru miklir félagar. Ţeir voru saman í ţrjú ár hjá Barcelona og komu báđir til PSG í fyrra.
Alves og Neymar eru miklir félagar. Ţeir voru saman í ţrjú ár hjá Barcelona og komu báđir til PSG í fyrra.
Mynd: NordicPhotos
Dani Alves býst viđ ađ sjá breytingu á hegđun Neymar á vellinum eftir látlausa gagnrýni í kringum heimsmeistaramótiđ í Rússlandi.

Neymar hefur veriđ ţekktur sem einn af bestu knattspyrnumönnum heims í nokkur ár en eftir HM er hann heimsţekktur fyrir leikaraskap, enda var hann einn stćrsti brandari sumarsins á helstu samfélagsmiđlum.

Í lok júlí var Neymar partur af auglýsingaherferđ Gillette og viđurkenndi ţar ađ hann hafi stundum gert úlfalda úr mýflugu ţegar brotiđ var á honum í Rússlandi. Hann fékk mikla gagnrýni fyrir auglýsingaherferđina.

Alves býst viđ ađ gagnrýnin muni hjálpa Neymar ađ ţroskast og gera hann ađ meiri fagmanni.

„Stundum gerast hlutir í lífinu sem hjálpa manni ađ ţroskast. Ţá áttar mađur sig á ţví ađ mađur verđur ađ bćta sig sem atvinnumann," sagđi Alves.

„Ég tala mikiđ viđ Neymar og ég held hann hafđi öđlast reynslu af ţessu. Öll litlu skotin sem hann fékk á sig í kringum HM munu gera hann enn ţroskađari. Viđ munum sjá breytingar á hegđun hans."

Neymar virtist ţó ekki lćra mikiđ af heimsmeistaramótinu en hann var aftur brandari vikunnar í nýliđnu landsleikjahlé.

Fyrst fór myndband af DeAndre Yedlin sem eldur um sinu á samfélagsmiđlum. Ţar dćmdi dómarinn brot á Yedlin eftir samskipti viđ Neymar og mótmćlti bakvörđurinn međ ađ spyrja dómarann hvort hann hafi ekki örugglega horft á HM.

Nokkrum dögum síđar fékk hann gult spjald fyrir leikaraskap gegn El Salvador. Eftir leik var Neymar ósáttur og sagđi bandaríska dómarann hafa sýnt sér óvirđingu međ ađ spjalda sig.

„Ţú skilur krakkann eftir og verđur ađ manni. Ţegar ţú verđur ađ manni ţá byrjarđu ađ leggja meiri alvarleika í allt sem ţú gerir," hélt Alves áfram.

„Ég sagđi viđ hann ađ ef allir eru ađ segja sama hlutinn viđ ţig, ekki bara ein eđa tvćr manneskjur, ţá ertu ađ gera eitthvađ rangt. "
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
No matches