Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 15. september 2018 17:02
Valur Gunnarsson
Fúsi: Ég verð ekki áfram með liðið
Fúsi þjálfar ekki Leikni á næsta tímabili
Fúsi þjálfar ekki Leikni á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er ágætlega sáttur við spilamennskuna. Það vantaði smá slagkraft á síðasta þriðjung. Við hefðum bara átt að vinna þennan leik, við sköpuðum nokkur færi en bara náðum ekki að nýta þau.
Sagði Vigfús Arnar Jósepsson eftir markalaust jafntefli gegn Haukum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Haukar

Það komu kaflar þar sem það var æfingaleiksbragur á leiknum en mér fannst hann samt vel spilaður. Menn voru að tengja sendingar vel á milli og taktískt að gera góða hluti þannig að ég var ánægður með það.

Aðspurður hversu sáttur hann er með tímabilið sagði Fúsi:
Ég er mjög ánægður með strákana og liðið. Við vorum í neðsta sæti þegar ég tek við og markatalan ekki góð hjá okkur. Við höfum verið stigvaxandi þegar hefur liðið á sumarið og við höfum náð okkar markmiðum sem við settum okkur þegar leið á sumarið. Við höfum bætt okkur helling og erum sterkari sem lið núna í lok sumars heldur en í byrjun sumars.

Aðspurður hvort hann haldi áfram með liðið sagði Fúsi:
Ég verð ekki áfram með liðið. Leiknir er mitt lið og ég dýrka það og dái og það er búið að vera mjög gaman að þjálfa hérna. Ég ætlaði mér að kynnast þjálfarastarfinu og vera aðstoðarþjálfari en síðan æxluðust hlutirnir þannig að ég er orðinn aðalþjálfari og ég klára það verkefni núna en mínar aðstæður bjóða ekki uppá það að vera þjálfari í Inkasso deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner