lau 15. september 2018 18:10
Gunnar Logi Gylfason
Svíþjóð: Arnór Ingvi spilaði síðasta hálftímann í endurkomusigri
Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu
Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason byrjaði á bekknum hjá liði sínu, Malmö, þegar liðið mætti Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni.

Östersunds, sem hefur mátt mikilli velgengni að fagna síðustu ár, komst í 2-0 á fyrsta stundarfjórðungnum og útlitið gott fyrir þá.

Gestirnir frá Malmö skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í lok hálfleiksins og gengu liðin jöfn til búningsherbergja.

Á 57. mínútu skoraði Sören Rieks annað mark sitt og þriðja mark Malmö. Í kjölfarið kom Arnór inn á. Þetta reyndist sigurmarkið.

Malmö komst, að minnsta kosti tímabundið, í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner