Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. september 2018 18:37
Gunnar Logi Gylfason
Þýskaland: Schalke heldur áfram að tapa
Breel Embolo
Breel Embolo
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach og Schalke áttust við í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni. Leikið var á heimavelli Mönchengladbach, Borussia-Park.

Heimamenn byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 1-0 á 3. mínútu með marki frá Matthias Ginter.

Næsta mark lét bíða eftir sér en það skoraði Patrick Herrmann þegar rétt tæplega stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Breel Embolo, sem spilaði gegn Íslandi fyrr í mánuðinum, klóraði í bakkann fyrir gestina en það var of lítið og of seint.

Heimasigur staðreynd og eru þeir með 7 stig eftir 3 leiki. Schalke hefur tapað öllum þremur leikjum sínum hingað til. Liðið er þó ekki í fallsæti sem stendur, út af markatölu.

Borussia Mönchengladbach 2-1 Schalke
1-0 Matthias Ginter (3')
2-0 Patrick Herrmann (76')
2-1 Breel Embolo.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner