banner
   lau 15. september 2018 21:00
Gunnar Logi Gylfason
Insigne: Ég vil endurgjalda Ancelotti traustið
Lorenzo Insigne
Lorenzo Insigne
Mynd: Getty Images
Lorenzo Insigne, sóknarmaður Napoli og ítalska landsliðsins, vill endurgjalda Carlo Ancelotti, stjóra Napoli, traustið sem hann hefur fengið.

Insigne skoraði eina mark leiksins í dag þegar Napoli sigraði Fiorentina 1-0.

„Mér líður vel, ég var bara svolítið þreyttur eftir landsleikina og ferðalögin," sagði Insigne.

Ancelotti kyssti Insigne á höfuðuð þegar hann tók hann útaf, eins og hann hefur gert við menn eins og Karim Benzema.

„Ég reyni að endurgjalda honum trúnna sem hann hefur á mér. Hann tók mig út af í hálfleik á móti Sampdoria en í dag setti hann mig í byrjunarliðið og fyrir það er ég þakklátur," sagði Insigne að lokum en það er greinilegt að þeir ná vel saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner