Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. september 2018 21:20
Gunnar Logi Gylfason
Holland: Kristófer Ingi bjargaði Willem II
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði jöfnunarmark Willem II
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði jöfnunarmark Willem II
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öllum leikjum dagsins er lokið í Eredivisie í Hollandi.

PSV Eindhoven rótburstaði ADO Den Haag 0-7, Ajax vann 3-0 sigur á FC Groningen og VVV-Venlo vann 1-2 sigur á De Graafschap.

Einn Íslendingaleikur var á dagskrá. Leikur Willem II og Excelscior.

Gestirnir í Excelscior komust í 0-2. Á 31. mínútu skoruðu þeir sitt fyrra mark en Elías Már Ómarsson lagði það mark upp.

Þeir tvöfölduðu forystuna á 82. mínútu.

Heimamenn minnkuðu muninn á 86. mínútu og var Elías Már tekinn útaf á sömu mínútu.

Á 88. mínútu kom Kristófer Ingi Kristinsson, sem kom inn á á 67. mínútu, heimamönnum til bjargar með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Willem II er með 7 stig eftir 5 leiki en Excelsior með 5.



Athugasemdir
banner
banner