Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 16. september 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
Þjálfari Emils biður stuðningsmenn afsökunar
Frosinone er enn án sigurs
Frosinone er enn án sigurs
Mynd: Getty Images
Moreno Longo, þjálfari Emils Hallfreðssonar hjá Frosinone, segist hafa þurft að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að hafa steinlegið gegn Sampdoria í kvöld, liðið tapaði 0-5.

„Mér finnst ég þurfa að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar," sagði Longo við Radio Ra.i

„Ég þakka þeim fyrir klappið því það er ekki oft sem að stuðningsmenn klappa fyrir liðinu eftir lokaflautið eftir 5-0 tap á heimavelli."

„Við vitum að leikirnir eru erfiðir og sá næsti er gegn Juventus en við verðum að gera okkar besta en ekki það sem við gerðum eftir annað mark Sampdoria. Við megum ekki bara gefast upp."


Frosinone er án sigurs eftir fjóra leiki og hefur enn ekki skorað mark.
Athugasemdir
banner