banner
sun 16.sep 2018 12:07
Guđmundur Ađalsteinn Ásgeirsson
Holland: Sjáđu fyrsta mark Alberts fyrir AZ Alkmaar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Hinn stórefnilegi Albert Guđmundsson var á skotskónum fyrir AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, gegn Feyenoord í leik sem var ađ klárast fyrir stuttu.

Albert kom AZ yfir eftir ađeins fimm mínútna leik en ţetta var hans fyrsta mark fyrir félagiđ. Albert kom til AZ frá PSV Eindhoven í sumar en hann var ađ spila sinn fyrsta byrjunarliđsleik fyrir AZ í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert ţakkađi traustiđ en mark hans má sjá hér ađ neđan.

Albert var í U21 landsliđinu í síđasta verkefni en hann ćtlar ađ gera allt til ţess ađ komast aftur í A-landsliđiđ í október.

AZ leiddi 1-0 fram á 40. mínútu en ţá skorađi Steven Berghuis og jafnađi fyrir gestina í Feyenoord.

Ekki voru fleiri mörk skoruđ og niđurstađan 1-1 jafntefli.

Albert og félagar í AZ eru međ átta stig í fjórđa sćti deildarinnar en Feyenoord er í ţriđja sćti međ 10 stig.Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches