Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 16. september 2018 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Everton og West Ham: Gylfi fyrirliði
Gylfi er fyrirliði og Gueye kemur inn í byrjunarliðið.
Gylfi er fyrirliði og Gueye kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem mætir botnliði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi er búinn að vera að spila vel með Everton í upphafi tímabils og hann fær fyrirliðabandið í dag. Gylfi var fyrirliði Íslands í síðustu landsleikjum og hann fær að vera áfram með bandið hjá Everton.

Jonjoe Kenny kemur inn í hægri bakvörðinn hjá Everton í stað Seamus Coleman sem er meiddur. Idrissa Gueye kemur þá aftur inn í byrjunarlið Everton fyrir Tom Davies.

Richarlison er enn í banni og má ekki spila í dag.

Manuel Pellegrini getur engan veginn verið sáttur með byrjun West Ham á tímabilinu, liðið er enn án stiga. Hann gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Wolves fyrir landsleikjahlé. Pablo Zabaleta, Arthur Masuaku, Pedro Obiang, Mark Noble, Declan Rice og Andriy Yarmolenko koma inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Kenny, Holgate, Zouma, Digne, Gueye, Schneiderlin, Walcott, Sigurdsson, Calvert-Lewin, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Davies, Bernard, Dowell, Lookman, Niasse.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Zabaleta, Balbuena, Diop, Masuaku, Obiang, Noble, Rice, Yarmolenko, Arnautovic, Anderson.

Varamenn: Adrian, Cresswell, Ogbonna, Sanchez, Antonio, Snodgrass, Perez.



Athugasemdir
banner
banner
banner