Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. september 2018 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Vandræðin halda áfram hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Jimenez skoraði sigurmark Wolves.
Jimenez skoraði sigurmark Wolves.
Mynd: Getty Images
Wolves 1 - 0 Burnley
1-0 Raul Jimenez ('61 )

Það gengur hvorki né rekur hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Burnley heimsótti Wolves í fyrri leik dagsins í deild þeirra bestu á Englandi.

Jóhann Berg sneri aftur
Jóhann Berg sneri aftur í byrjunarlið Burnley eftir meiðsli og spilaði hann allan leiktímann.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og missti til að mynda af síðasta landsliðsverkefni Íslands vegna þeirra. Ísland tapaði stórt gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni án Jóa Berg.

Það var gott að sjá Jóa Berg aftur inn á vellinum í dag því hann er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Eitt mark sem skildi liðin að
Það var eitt mark sem skildi liðin að og það skoraði Raul Jimenez fyrir Wolves á 61. mínútu. Sigurinn var sanngjarn en Úlfarnir voru sterkari aðilinn í þessum leik.

Sigurinn hefði getað verið stærri en Joe Hart átti góðan leik í markinu hjá Burnley.


Hvað þýða þessi úrslit?
Wolves er komið með átta stig, tvo sigra, og er liðið í níunda. Burnley er með eitt stig í næst neðsta sæti deildarinnar.

Úlfarnir fara á Old Trafford um næstu helgi og mæta Manchester United. Burnley mætir Bournemouth á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner