Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 16. september 2018 19:25
Matthías Freyr Matthíasson
Kristján G: Ég má ekkert segja eins og staðan er núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og við komum þeim virkilega á óvart með að halda bolta og þrýsta vel á þá og skorum mjög gott mark og lítum mjög vel út og þeir áttu fá svör við okkar leik. En í fyrri hálfleik snérist þetta alveg við og við vorum ekki tilbúnir í að mæta áhlaupinu sem var í seinni hálfleik og þeir ná að draga okkur úr svæðum i varnarleiknum," sagði svekktur Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir 5 - 1 tap fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Jöfnunarmark þeirra dró úr okkur máttinn og við fáum á okkur 4 mörk á tíu mínútum og þegar annað markið kemur sér maður bara að það er hver í sínu horni og enginn að peppa hvern annan upp. Eins og menn tryðu ekki að þeir gætu fengið eitthvað út úr leiknum.

En svo erum við að eiga við sterkasta lið landsins. Þetta er besta lið sem hefur spilað í efstu deild karla síðan 2005 ( FH ) og er líklega betra en það. Þannig að fyrir okkur að standa á móti svona sterku liði í 90 mínútur er erfitt en við erum búnir að gera það í allt sumar. Þetta er 6 leikurinn sem við spilum við þá og í hinum fimm höfum við tapað þremur með einu og gert tvö jafntefli.

Við hefðum mátt vera hópur inni á vellinum. Vera lið. Og það var sem ég var að reyna að öskra inn á að einhver tæki leikmennina saman og þétta raðirnar en í staðin fyrir það að þá voru við bara einn í hverju horni að vorkenna sjálfum okkur."


Það er búið að vera ræða þína stöðu sem þjálfara ÍBV síðustu viku og mánuði og jafnvel í allt sumar. Geturu eitthvað tjáð þig um það?

„Nei ég get ekkert....það er verið að búa til fréttir úr sögusögnum og ég get ekkert verið að kommentera á það"

En þinn vilji, eitthvað sem þú vilt tjá þig um?

„Ég má ekkert segja neitt eins og staðan er núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner