Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. september 2018 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 20. umferð: Á enn tvö ár eftir af samningi
Patrick Pedersen (Valur)
Patrick skoraði þrennu gegn ÍBV. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk.
Patrick skoraði þrennu gegn ÍBV. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick er í annað sinn leikmaður umferðarinnar.
Patrick er í annað sinn leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick fagnar hér marki sínu gegn ÍBV.
Patrick fagnar hér marki sínu gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur ætlar sér að verja titilinn.
Valur ætlar sér að verja titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var góður leikur. Ekki fyrri hálfleikurinn kannski en við spiluðum mjög vel í seinni hálfleiknum og nýttum okkar færi. Ég er auðvitað í skýjunum með þrennuna," sagði Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, þegar Fótbolti.net heyrði í honum í kvöld.

Patrick er leikmaður umferðarinnar, 20. umferðar, á Fótbolta.net eftir að hafa skorað þrennu í 5-1 sigri á ÍBV.

„Ég hafði aldrei áhyggjur af því að við myndum tapa leiknum," sagði sá danski en Valur var 1-0 undir í hálfleik. „Það vantaði bara að nýta færin og við gerðum það í seinni hálfleiknum. Við erum með mikið sjálfstraust og við höfðum trú á því að við gætum komið til baka sem við svo gerðum."

„Í seinni hálfleiknum héldum við líka boltanum betur, héldum mikilli pressu á þeim og skoruðum fimm mörk. Mjög gott."

Getur Patrick náð markametinu?
Patrick er nú markahæsti leikmaður deildarinnar, er búinn að taka fram úr Hilmari Árna Halldórssyni hjá Stjörnunni. Patrick er kominn með 16 mörk og vantar aðeins þrjú mörk í að jafna markametið, sem er 19 mörk. Það eru tvær umferðir eftir af Pepsi-deildinni.

Patrick hefur aldrei skorað eins mikið í Pepsi-deildinni og hann hefur gert í sumar. Þetta er fimmta tímabilið hans í efstu deild hér á Íslandi.

„Ég veit það ekki," sagði Patrick aðspurður af því hvers vegna hann væri að skora svo mikið núna. „Ég er í góðu liði, með góða liðsfélaga, þetta er ekki bara ég sem sé um mörkin - þetta er liðsvinna. Ég er búinn að vera í góðu formi."

Telur Patrick sig geta náð markametinu í efstu deild?

„Við munum sjá til. Það mikilvægasta er að vinna deildina og svo sjáum við hvað ég skora mörg mörk."

Flest mörkin sem Patrick hefur skorað í sumar hafa komið á seinni helmingi tímabilsins.

„Ég var í vandræðum með nárann í byrjun tímabilsins og það hægði aðeins á mér. Á seinni hluta tímabilsins hefur mér liðið betur, miklu betur."

Fær góða samkeppni
Síðastliðinn vetur krækti Valur í Tobias Thomsen, danskan sóknarmann sem spilaði með KR síðasta sumar. Tobias hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Val í sumar en hann hefur verið að veita Patrick samkeppni. Patrick segir það gott að hafa Tobias í liðinu.

„Hann er góður sóknarmaður og hann heldur mér á tánum á æfingum. Það er gott að hafa samkeppni. Hann hefur ekki spilað það mikið en hann er góður leikmaður og það er gott að fá samkeppni á æfingum."

„Við tölum mikið saman um leikina og þess háttar. Það er gott að eiga danskan vin í liðinu," sagði Patrick enn fremur.

„Það eina sem ég get sagt núna"
Patrick spilaði með Val 2013 til 2015 áður en hann hélt til Noregs og gekk í raðir Viking í Noregi. Hann fann ekki taktinn þar og sneri aftur til Vals þar sem honum líður greinilega vel. Gæti hann aftur reynt fyrir sér annars staðar en á Íslandi?

„Ég á enn tvö ár eftir af samningi við Val. Það er það eina sem ég get sagt núna. Umboðsmaðurinn sér um allt svona."

„Ísland er gott land, fólkið er vingjarnlegt og ég kann vel við mig í félaginu. Það er allt í fínu lagi hérna."

Eftir jafntefli Stjörnunnar gegn KA í kvöld er Valur með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Markmiðið er auðvitað að klára deildina og verða Íslandsmeistari annað árið í röð.

„Við eigum tvo leiki eftir og við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er við FH, sterkt lið. Við verðum að halda áfram því sem við erum að gera."

„Markmiðið er auðvitað að verja titilinn," sagði Patrick að lokum. Þetta er í annað sinn í sumar þar sem hann er leikmaður umferðarinnar.

Leikir sem Valur á eftir:
-Gegn FH á útivelli á sunnudag
-Gegn Keflavík á heimavelli laugardaginn 29. september

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 19. umferðar - Jákup Thomsen (FH)
Leikmaður 18. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 17. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 16. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 14. umferðar - Ari Leifsson (Fylkir)
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner