fös 21. september 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pastore: PSG besta félag sem ég hef spilað fyrir
Mynd: Getty Images
Javier Pastore gerði garðinn frægan með Palermo í ítalska boltanum en var keyptur yfir til Paris Saint-Germain þar sem hann var í sjö ár.

Í sumar keypti Roma hann frá PSG og telur Argentínumaðurinn ítalska stórveldið ekki vera jafn öflugt og það franska.

„Ég upplifði góð ár í París. Fyrstu fjögur árin var ég með byrjunarliðssæti en svo lenti ég í miklum meiðslavandræðum. Ég hef verið laus við meiðsli síðasta árið en tími minn hjá PSG leið undir lok í sumar," sagði Pastore eftir 3-0 tap Roma gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

„Félagið vildi kaupa nýja leikmenn og ég vildi ekki vera áfram hérna án þess að fá spilatíma. Þess vegna fór ég.

„PSG er samt sem áður besta félag sem ég hef nokkurn tímann spilað fyrir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner