banner
   lau 22. september 2018 10:41
Fótbolti.net
Framlengdur útvarpsþáttur á X977 í dag - Fylgst með spennunni í íslenska boltanum
Þátturinn verður 12-16
Jónas Guðni mætir í þáttinn.
Jónas Guðni mætir í þáttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu milli klukkan 12 og 16:00 í dag en Elvar Geir Magnússon er staddur erlendis.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, mæta í málstofuna um ræða ýmis málefni tengd deildinni.

Farið verður um víðan völl og rætt um launamál leikmanna, samstarf félaganna við KSÍ og markaðsmálin, árskýrslur félaganna í deildinni, hvernig má bæta umgjörð og fjölga fólki á vellinum, gervigrasvæðinguna, dómaramál og fleira.

ÞÁTTURINN VERÐUR TIL 16 Í DAG en fylgst verður með spennunni í Inkasso-deildinni, Pepsi-deild kvenna og 2. deild karla. Hvort fellur ÍR eða Magni? Hverjir fara upp í Inkasso? Mætir Huginn? Hver fær gullskóinn í Pepsi kvenna? Hvernig fer hjá Liverpool og Man Utd?

Þá verður hitað vel upp fyrir næstsíðustu umferðina í Pepsi-deildinni sem fer fram á sunnudaginn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins á morgun Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Boas Hinriksson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @benediktboas.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner