fös 21. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Sigurður Marinó ekki í banni gegn ÍR - Spjald vitlaust skráð
Sigurður Marinó Kristjánsson í leik með Magna.
Sigurður Marinó Kristjánsson í leik með Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sigurður Marinó Kristjánsson, leikmaður Magna, verður með liðinu í fallbaráttuslagnum gegn ÍR í lokaumferð Inkasso-deildarinnar á morgun þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann hjá aga og úrskurðarnefnd KSÍ fyrr í vikunni.

Sigurður var þar dæmdur í bann fyrir að hafa fengið sitt sjöunda gula spjald á tímabilinu gegn ÍA um síðustu helgi.

Það spjald var hins vegar það sjötta á tímabilinu því Sigurður Marinó fékk skráð á sig gult spjald í þarsíðustu umferð gegn Njarðvík sem Bjarni Aðalsteinsson átti að fá.

Sigurður Marinó var skráður með gult spjald fyrir tæklingu á 48. mínútu en hins vegar átti Bjarni að fá það spjald. Sigurður Marinó fór af velli á 40. mínútu gegn Njarðvík gegn höfuðhöggs og því var ljóst að hann átti ekki tæklinguna.

Magni og ÍR mætast í Breiðholti á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti í Inkasso-deildinni. ÍR heldur sæti sínu með sigri eða jafntefli en Magni heldur sæti sínu með sigri.

Úrskurður KSÍ
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur með heimild í grein 9.3. leiðrétt úrskurð nefndarinnar frá því 18. september sl. þar sem leikmaður nr. 20 hjá Magna, Sigurður Marinó Kristjánsson, var úrskurðaður í 1 leiks bann vegna 7 gulra spjalda.

Í ljós hefur komið að rangar upplýsingar voru skráðar í skýrslu í leik Njarðvíkur og Magna sem fram fór þann 8. september 2018 en þar var leikmaður nr. 20 Sigurður Marinó Kristjánsson ranglega skráður með áminningu á mínútu 45’+3. Dómari leiksins og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafa nú staðfest að áminninguna hlaut leikmaður nr. 29 hjá Magna, Bjarni Aðalsteinsson. Hefur úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, dags. 18 september 2018 og leikskýrsla leiks Njarðvíkur og Magna verið lagfærð í samræmi við það.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner