fös 21. september 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vigfús Arnar spáir í lokaumferðina í 2. deild karla
Vigfús Arnar Jósepsson.
Vigfús Arnar Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Grótta fara upp ef spá Fúsa rætist. Tindastóll fer niður með Hugin.
Afturelding og Grótta fara upp ef spá Fúsa rætist. Tindastóll fer niður með Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á morgun lýkur keppni í 2. deild karla. Lokaumferðin fer fram, allir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Eftir atburði vikunnar þar sem Völsungi var dæmdur 3-0 sigur gegn Hugin gæti orðið rosaleg dramatík á morgun. Völsungur á möguleika á því að komast upp og er í baráttunni við Vestra, Aftureldingu og Gróttu um það. Það er líka spenna í botnbaráttunni.

Vigfús Arnar Jósepsson, sem stýrt hefur Leikni Reykjavík í Inkasso-deildinni í sumar og hefur gert það einstaklega vel, spáir í lokaumferðina fyrir Fótbolta.net.

Leiknir F. 2 - 1 Víðir
Leiknismenn hinir eystri munu vinna sigur og tryggja sæti sitt í deildinni. Víðismenn hafa að litlu að keppa og það mun sjást á leik þeirra.

Þróttur V. 3 - 2 Fjarðabyggð
Þróttarar munu enda tímabilið á góðum sigri. Fjarðabyggð hefur verið á öfugum fæti undanfarið og munu tapa sínum fimmta leik í röð. Þróttarar tryggja sig í efri hluta deildarinnar með þessum sigri.

Völsungur 3 - 0 Tindastóll
Völsungur kemur af krafti í þennan leik og Stólarnir sjá aldrei til sólar. Leikurinn verður búinn eftir fyrri hálfleikinn. Þetta verður því miður til þess að Tindastóll fellur um deild.

Kári 1 - 1 Vestri
Það hefur gengið vel á Skaganum í sumar og þar er sjálfstraustið hátt uppi. Það dugar til þess að Káramenn kreista út jafntefli gegn Vestramönnum, í leik sem þeir komast yfir og missa niður í jafntefli.

Grótta 4 - 0 Huginn
Huginn er því miður með einbeitinguna á einhverjum öðrum stað en þessum leik. Þessi ferð á Nesið fyrir þá verður ekki góð. Grótta klúðrar mörgum færum í upphafi og óþolinmæði grípur um sig. Ísinn brotnar síðan við fyrsta mark. Deildin er þeirra með þessum sigri.

Höttur 1 - 1 Afturelding
Afturelding fer austur og verður í erfiðleikum með að skora. Hattarmenn hafa unnið síðustu tvo og ná að skora eftir fast leikatriði. Afturelding hendir öllum fram í lokin og jafna seint í leiknum. Þeir fara upp um deild á markatölu.

Fyrri spámenn:
Viktor Jónsson - 5 réttir
Telma Hjaltalín - 4 réttir
Sólon Breki Leifsson - 3 réttir
Aron Snær Friðriksson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner