Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. september 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ederson: Sökin er okkar
Ederson, markvörður Manchester City
Ederson, markvörður Manchester City
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Ederson segir að hann og aðrir leikmenn liðsins eigi sökinni á 2-0 tapinu gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann tók út bann og var Mikel Arteta því í stað hans.

City tapaði 2-0 og voru umræðir í gangi um að leikmönnum liðsins vantaði nærveru Guardiola en Arteta og Ederson þvertóku báðir fyrir það.

„Liðið spilaði ekki eins og það hefur verið að gera í síðustu leikjum. Okkur var refsað fyrir mistökin sem við gerðum," sagði Ederson.

„Þetta er bara tap og það er partur af fótboltanum. Við þurfum bara að rífa okkur í gang og hugsa um næsta leik," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner