Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 22. september 2018 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu á bak við tjöldin hjá FH í undirbúningi fyrir leik
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í sjötta þætti Fimleikafélagsins er fylgst með mönnunum á bekknum sem sjá til þess að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í undirbúning leikja og á meðan þeim stendur. Liðsstjórninni.

Fylgst er með þeim Ása Haralds aðstoðarþjálfara, Róberti Magnússyni sjúkraþjálfara, Gaua styrktarþjálfara og Ólafi Guðmundssyni liðsstjóra. En Ólafur hefur starfað sem liðsstjóri í sjálfboðastarfi síðan 2002, einungis misst af einni Evrópuferð liðsins og farið til yfir 18 landa með liðinu.

Myndavélar eltu þá síðustu dagana fyrir og á leik liðsins gegn Víking Reykjavík síðastliðin sunnudag. Leikurinn varð fyrir margar sakir ansi forvitnilegur.

FH á strembið verkefni framundan, en liðið þarf að leggja Val og Stjörnuna í síðustu tveimur leikjum tímabilsins og treysta á að KR tapi stigum til að eiga séns á Evrópusæti. Næsti leikur liðsins er gegn Val í Kaplakrika á sunnudag kl. 14.00.

Horfa má á þáttinn í spilaranum að ofan eða neðst í fréttinni en FH réðst fyrir nokkrum vikum í þáttaröð um liðið. Þessi þáttur er hluti af þeirri þáttaröð.

„Fórna mér fyrir lest fyrir þennan mann"
Segja má að Ólafur liðsstjóri FH hafi stolið senunni í nýjasta þættinum en á Twitter skapaðist umræða um hann.

Anton Ingi Leifsson, fréttamaður á Vísi, birti skjáskot úr þættinum þar sem verið er að ræða við Ólaf. Tveir fyrrum leikmenn FH settu athugasemdir við færsluna.

„Nicest guy you will ever meet," skrifar Sam Hewson, núverandi leikmaður Grindavíkur en hægt er að þýða það yfir á íslensku sem: „Vingjarnlegasti maður sem þú munt nokkurn tímann hitta."

Bergsveinn Ólafsson, sem leikur með Fjölni í dag, gekk aðeins lengra og sagði:

„Myndi fórna mér fyrir lest fyrir þennan mann!"

Ólafur greinilega mjög vel liðinn í Kaplakrikanum en hann hefur starfað þar, eins og segir að ofan, frá árinu 2002.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner