lau 22. september 2018 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex: Vonandi náum við að sigra í leiknum í dag
Sir Alex við komuna á Old Trafford.
Sir Alex við komuna á Old Trafford.
Mynd: Getty Images

Þetta er fyrsti leikurinn sem hann mætir á síðan hann fór í aðgerð vegna heilablóðfalls í maí. Óttast var um ástand hans en hann hefur náð frábærum bata.

Sir Alex hætti sem stjóri United í maí 2013 eftir að hafa unnið 38 bikara á 26 árum við stjórnvölinn. Hann er sigursælasti stjóri í sögu breskrar knattspyrnu. Hann vann úrvalsdeildina þrettán sinnum, Meistaradeildina tvisvar og FA-bikarinn fimm sinnum.

„Það er mjög gott vera kominn til baka," sagði Sir Alex við sjónvarpsstöð Manchester United.

„Þetta hefur verið langt og erfitt ferðalag en ég geri það sem sonur minn og læknirinn segja mér að gera, sem er gott. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég frekar stressaður að koma aftur, síðasti leikur minn á Old Trafford var gegn Arsenal í apríl. Það er langt síðan. Það er frábært að vera kominn aftur og vonandi náum við að sigra í leiknum."

Sir Alex fékk rosalegt magn af batakveðjum. „Þetta var ótrúlegt," segir hann. Skotinn býst við tilfinngaríkum degi en hann verður heiðraður fyrir leik. Hann hlakkar til að klára það af og fylgjast með leiknum. Hann ætlar að njóta leiksins.



Athugasemdir
banner
banner