Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   lau 22. september 2018 17:04
Hulda Mýrdal
Pétur Péturs: Komið mest á óvart að stjórnarmenn eru að taka viðtöl við mig eftir leik
Pétur þjálfari Vals
Pétur þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur á Breiðablik í lokaumferð Pepsideildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Það hlýtur að vera gott að enda þetta á sigri?
"Já það er alltaf gott að vinna og mjög gott að enda síðasta leikinn á móti Breiðablik á sigri."

En ef þú lítur yfir tímabilið. Þetta hljóta að vera vonbrigði?
"Já við náttúrulega vildum fara í baráttuna eða sem sagt meiri baráttu um titilinn. Það gekk ekki. Spiluðum samt marga góða leiki og fengum fullt af færum til að klára ýmsa leiki í sumar. Það gekk ekki upp. Neinei við erum ekkert sátt við að vera í fjórða sæti."

Þetta er þitt fyrsta tímabil sem þjálfari hjá Val Kom eitthvað þér á óvart varðandi deildina?
"Auðvitað veit ég meira núna heldur en í nóvember í fyrra. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að stjórnarmenn í félögum skuli vera að taka viðtal við mann alltaf eftir leik. Aðeins að klína á þá! Nei, nei þetta er hörkudeild og auðvitað er ég búin að læra heilan helling" En Pétur hefur oft lent í því að félögin hafi sjálf þurft að taka viðtöl fyrir Stöð2 Sport eftir leiki í Pepsideild kvenna.

Nú var ykkur spáð toppbaráttunni fyrir mót. Þú ert með marga mjög góða leikmenn. Mun Valur hreinsa til eftir tímabilið?
"Hvaða bull er þetta? Við sjáum hvernig staðan er. Þetta eru allt saman frábærir leikmenn. Það er enginn hreinsun í gangi hjá Val. "

Nú enda Blikar sem Íslandsmeistarar. Þær eru með frekar ungt lið, það er ekkert sem þér kitlar að gera að yngja liðið upp?
"Við erum bara með samningsbundna leikmenn hjá Val. Það skiptir engu máli hvað þær eru gamlar ef þær eru góðar."

Nánar er rætt við Pétur um það sem hefði mátt betur fara í sumar, framhaldið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner