Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. september 2018 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Már í sigurliði - Gummi Tóta í toppbaráttu
Rúnar Már var í byrjunarliði Grasshopper eins og vanalega
Rúnar Már var í byrjunarliði Grasshopper eins og vanalega
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það voru nokkrir Íslendingar á ferðinni í Evrópuboltanum í dag en tveir voru í sigurliði.

Elías Már Ómarsson byrjaði er Excelsior og Heerenveen gerðu 3-3 jafntefli en Elías fór af velli á 83. mínútu. Excelsior er í þrettánda sæti.

Kristófer Ingi Kristinsson var í leikmannahópi Willem II sem gerði 4-4 jafntefli við Fortuna Sittard. Hann var allan tímann á varamannabekknum að þessu sinni. Willem er í áttunda sæti deildarinnar.

Rúnar Már Sigurjónsson var þá auðvitað í byrjunarliði Grasshopper sem vann Xamax 3-1. Rúnar fór af velli á 79. mínútu leiksins en Grasshopper er í áttunda sæti deildarinnar eftir sjö leiki.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er Norrköping vann Dalkurd FF í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir AIK.
Athugasemdir
banner
banner