sun 23. september 2018 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Allt undir í Pepsi-deild karla
Valsmenn fara í Kaplakrika
Valsmenn fara í Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er rosaleg 21. umferð framundan í Pepsi-deild karla í dag en Valur getur orðið meistari.

Valur er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig, þremur meira en Stjarnan sem er í öðru sæti. Valsmenn heimsækja FH í Kaplakrika í dag og fá þar verðugt verkefni.

Stjarnan fer á meðan til Eyja og mætir ÍBV. Valsmenn þurfa að vonast til þess að Stjörnumenn tapi stigum í Eyjum.

Fjölnir berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið fær Breiðablik í heimsókn.

Leikir dagsins:

Pepsi-deild karla
14:00 KA-Grindavík (Akureyrarvöllur)
14:00 ÍBV-Stjarnan (Hásteinsvöllur)
14:00 Keflavík-Víkingur R. (Nettóvöllurinn)
14:00 Fjölnir-Breiðablik (Stöð 2 Sport 3 - Extra völlurinn)
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-Valur (Stöð 2 Sport 2 - Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner